Jafnréttisdagar

Jafnréttisdagar 2024 – Inngilding, jaðarsetning og aðför að mannréttindum


Jafnréttisdagar er árlegur viðburður með fyrirlestrum, umræðum og alls konar viðburðum. Jafnréttisdagar er samstarfsverkefni þar sem allir háskólarnir á Íslandi koma saman og fjalla um málefni sem tengjast jafnrétti.

Þema ársins 2024 er inngilding, jaðarsetning og aðför að mannréttinum. Ókeypis er á alla viðburðina og öll velkomin.

Á Jafnréttisdögum eru mismunandi víddir jafnréttis og femínisma settar undir smásjána, svo sem mannréttindi, inngilding, forréttindi, vald og mismunun. Jafnréttisdagar voru fyrst haldnir árið 2009 og hefur fræðileg umfjöllun og fjölbreyttir viðburðir einkennt dagskrána frá upphafi.

Þessi vefur er styrktur af Háskóla-, iðnaðar-og nýsköpunarráðuneytinu.