NÆST Í STREYMI
INCLUSION OF FOREIGN STAFF AND STUDENTS:
HOW CAN WE DO BETTER?
More than ten percent of staff at the University of Akureyri are of foreign origin. Many are English speaking, or have English as a second language. In addition, most are undertaking (or have undertaken) some form of Icelandic language learning. The university is also increasingly attractive to foreign students at both undergraduate and postgraduate levels.
This presentation will provide commentary on common themes from foreign staff and students about their induction and support with their postions at UNAK. The role of an Induction Champion will be explored, and recommendations made to aid their development to become fully functional and confident in their roles. Presenting is Audrey Louise Matthews, Assistant Professor at the University of Akureyri. The event is in English and starts at 12 PM. Click the video on the right to watch.
HLAÐVARP
Málstofa á Jafnréttisdögum 2024 í Háskólanum á Akureyri.
Fram komu Eva María Ingvadóttir (hún), aðjúnkt við auðlindadeild Háskólans á Akureyri og ráðgjafi fjölmenningar hjá Akureyrarbæ, Fayrouz Nouh (hún), doktorsnemi við Háskóla Íslands. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad (hún), sérfræðingur hjá Rannís, Anna Lilja Björnsdóttir (hún), sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu.
Á þessum viðburði var ljósinu beint að jaðarsetningu fólks af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og þá sérstaklega jaðarsetningu kvenna af erlendum uppruna. Anna Lilja Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, kynnti vitundarvakningu þeirra Meinlaust sem var unnin í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Í vitundarvakningunni koma fram birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og er markmiðið að fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingum slíkrar áreitni. Því næst kynnti Eva María Ingvadóttir niðurstöður rannsóknar á mismunun og hatursorðræðu í garð fólks af pólskum uppruna á Íslandi. Fayrouz Nouh kynnti doktorsverkefni sitt þar sem hún er að skoða stöðu múslimskra kvenna á vinnumarkaði og að lokum fjallaði Miriam Petra Ómarsdóttir Awad um kynþátta og menningarfordóma. Að erindunum loknum fóru fram panelumræður með öllum fyrirlesurum. Anna Lilja Björnsdóttir stýrði þeim umræðum.




JAFNRÉTTISDAGAR
Dagskráin fer fram 10.-13. febrúar
Þema Jafnréttisdaga í ár er hatur og mismunun. Jafnréttisdagar er árlegur viðburður með fyrirlestrum,
umræðum og allskyns viðburðum sem tengjast jafnrétti og málefnum líðandi stundar. Jafnréttisdagar er samstarfsverkefni háskólana á Íslandi.
Þessi vefur er styrktur af Háskóla-, iðnaðar-og nýsköpunarráðuneytinu.