Hatursorðræða, hvað er til ráða?


Rýmið sem hatursorðræða fær í samfélaginu virðist fara stöðugt vaxandi, samfara aukinni skautun í þjóðfélagsumræðunni og öfgahyggju. Ólöf Tara Harðardóttir hjá Öfgum og Bjarki Þór Grönfeldt, lektor við Háskólann á Bifröst ræða málið í beinni og velta fyrir sér orsökum og afleiðingum af völdum þessarar varhugaverðu þróunar, sem snertir að einhverju leyti flest svið samfélagsins.…