Sniðmengi trans- & tæknimála; fræðsla, ábyrgð og aðgengi.
Erindi frá Alex Diljari Birkisbur Hellsing, varaforseta Trans Íslands og tölvunarfræðingi. Farið verður yfir nokkra sameiginlega snertifleti tækninnar og trans málefna. Hvaða áhrif geta kerfin sem við þróum haft á daglegt líf minnihluta hópa, hvernig hugsum við um aðgengismál og hvernig uppfyllum við lög um kynrænt sjálfræði í þróun eru meðal umfangsefna erindisins.