hlaðvarp
Hlustaðu á nýjustu fyrirlestrana á Spotify rás Jafnréttisdaga eða í sarpinum hér að neðan.
Málstofa á Jafnréttisdögum 2024 í Háskólanum á Akureyri.
Fram komu Eva María Ingvadóttir (hún), aðjúnkt við auðlindadeild Háskólans á Akureyri og ráðgjafi fjölmenningar hjá Akureyrarbæ, Fayrouz Nouh (hún), doktorsnemi við Háskóla Íslands. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad (hún), sérfræðingur hjá Rannís, Anna Lilja Björnsdóttir (hún), sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu.
Á þessum viðburði var ljósinu beint að jaðarsetningu fólks af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og þá sérstaklega jaðarsetningu kvenna af erlendum uppruna. Anna Lilja Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, kynnti vitundarvakningu þeirra Meinlaust sem var unnin í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Í vitundarvakningunni koma fram birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og er markmiðið að fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingum slíkrar áreitni. Því næst kynnti Eva María Ingvadóttir niðurstöður rannsóknar á mismunun og hatursorðræðu í garð fólks af pólskum uppruna á Íslandi. Fayrouz Nouh kynnti doktorsverkefni sitt þar sem hún er að skoða stöðu múslimskra kvenna á vinnumarkaði og að lokum fjallaði Miriam Petra Ómarsdóttir Awad um kynþátta og menningarfordóma. Að erindunum loknum fóru fram panelumræður með öllum fyrirlesurum. Anna Lilja Björnsdóttir stýrði þeim umræðum.




sarpur
Málstofa á Jafnréttisdögum 2024 í Háskólanum á Akureyri.
Fram komu Eva María Ingvadóttir (hún), aðjúnkt við auðlindadeild Háskólans á Akureyri og ráðgjafi fjölmenningar hjá Akureyrarbæ, Fayrouz Nouh (hún), doktorsnemi við Háskóla Íslands. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad (hún), sérfræðingur hjá Rannís, Anna Lilja Björnsdóttir (hún), sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu.
Á þessum viðburði var ljósinu beint að jaðarsetningu fólks af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og þá sérstaklega jaðarsetningu kvenna af erlendum uppruna. Anna Lilja Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, kynnti vitundarvakningu þeirra Meinlaust sem var unnin í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Í vitundarvakningunni koma fram birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og er markmiðið að fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingum slíkrar áreitni. Því næst kynnti Eva María Ingvadóttir niðurstöður rannsóknar á mismunun og hatursorðræðu í garð fólks af pólskum uppruna á Íslandi. Fayrouz Nouh kynnti doktorsverkefni sitt þar sem hún er að skoða stöðu múslimskra kvenna á vinnumarkaði og að lokum fjallaði Miriam Petra Ómarsdóttir Awad um kynþátta og menningarfordóma. Að erindunum loknum fóru fram panelumræður með öllum fyrirlesurum. Anna Lilja Björnsdóttir stýrði þeim umræðum.





