Jafnréttisdagar

Nýjasta Hlaðvarpið

Jaðarsetning fólks af erlendum uppruna

Málstofa á Jafnréttisdögum 2024 í Háskólanum á Akureyri.

Fram komu Eva María Ingvadóttir (hún), aðjúnkt við auðlindadeild Háskólans á Akureyri og ráðgjafi fjölmenningar hjá Akureyrarbæ, Fayrouz Nouh (hún), doktorsnemi við Háskóla Íslands. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad (hún), sérfræðingur hjá Rannís, Anna Lilja Björnsdóttir (hún), sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu.

Á þessum viðburði var ljósinu beint að jaðarsetningu fólks af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og þá sérstaklega jaðarsetningu kvenna af erlendum uppruna. Anna Lilja Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, kynnti vitundarvakningu þeirra Meinlaust sem var unnin í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Í vitundarvakningunni koma fram birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og er markmiðið að fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingum slíkrar áreitni. Því næst kynnti Eva María Ingvadóttir niðurstöður rannsóknar á mismunun og hatursorðræðu í garð fólks af pólskum uppruna á Íslandi. Fayrouz Nouh kynnti doktorsverkefni sitt þar sem hún er að skoða stöðu múslimskra kvenna á vinnumarkaði og að lokum fjallaði Miriam Petra Ómarsdóttir Awad um kynþátta og menningarfordóma. Að erindunum loknum fóru fram panelumræður með öllum fyrirlesurum. Anna Lilja Björnsdóttir stýrði þeim umræðum.

Jaðarsetning fólks af erlendum uppruna

Málstofa á Jafnréttisdögum 2024 í Háskólanum á Akureyri.

Fram komu Eva María Ingvadóttir (hún), aðjúnkt við auðlindadeild Háskólans á Akureyri og ráðgjafi fjölmenningar hjá Akureyrarbæ, Fayrouz Nouh (hún), doktorsnemi við Háskóla Íslands. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad (hún), sérfræðingur hjá Rannís, Anna Lilja Björnsdóttir (hún), sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu.

Á þessum viðburði var ljósinu beint að jaðarsetningu fólks af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og þá sérstaklega jaðarsetningu kvenna af erlendum uppruna. Anna Lilja Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, kynnti vitundarvakningu þeirra Meinlaust sem var unnin í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Í vitundarvakningunni koma fram birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og er markmiðið að fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingum slíkrar áreitni. Því næst kynnti Eva María Ingvadóttir niðurstöður rannsóknar á mismunun og hatursorðræðu í garð fólks af pólskum uppruna á Íslandi. Fayrouz Nouh kynnti doktorsverkefni sitt þar sem hún er að skoða stöðu múslimskra kvenna á vinnumarkaði og að lokum fjallaði Miriam Petra Ómarsdóttir Awad um kynþátta og menningarfordóma. Að erindunum loknum fóru fram panelumræður með öllum fyrirlesurum. Anna Lilja Björnsdóttir stýrði þeim umræðum.

Hvers vegna skiptir UN Women máli?

Viðburður á Jafnréttisdögum 2023 í Háskólanum á Akureyri.

María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra hjá UN Women flutti erindið: Hvers vegna skiptir UN Women máli?

Ísland er í fararbroddi þegar það kemur að því að loka kynjagatinu en þrátt fyrir það mun það taka yfir 130 ár í viðbót að loka gatinu á heimsvísu á núverandi hraða. UN Women er sú stofnun Sameinuðu Þjóðanna sem þrýstir á hraðari breytingar þegar það kemur að jafnréttismálum og afnámi kynbundins ofbeldis.

Viðburðurinn var haldinn af Stúdentafélagi Háskólans á Akureyri.

Að vera hinsegin í námi og starfi

Málstofa á Jafnréttisdögum 2023 í Háskólanum á Akureyri.

Jafnréttisdögum 2023 lauk með eins dags ráðstefnu um Vald, forréttindi og öráreitni, sem var þema daganna. Á dagskrá voru þrjár málstofur sem nálguðust þemað úr ólíkum áttum. Sú fyrsta var haldin í HA, og hinar tvær í HÍ.

Ávarp: Elín Díanna Gunnarsdóttir (hún) aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri. Erindi: Ingileif Friðriksdóttir (hún), sjónvarps- og fjölmiðlakona, María Rut Kristinsdóttir (hún), kynningarstýra UN Women og Vilhjálmur Hilmarsson (hann) hagfræðingur hjá BHM. Fundarstjóri var Kristín Jóhannesdóttir, Sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyarbæjar.


Hlaðvarp jafnréttisdaga

Þú getur kannað úrvalið af hlaðvörpum og leitað að ákveðnum fyrirlestrum. Smelltu á titilinn til að fræðast um innihaldið áður en þú hlustar á hlaðvarpið.